Hinn stafræni heimur hefur áhrif á foreldrahlutverkið – Ókeypis námskeið

Getty

Ókeypis námskeið fyrir foreldra um góð samskipti á netinu

Dale Carnegie og Vodafone bjóða foreldrum og forráðamönnum barna á ókeypis námskeið um góð samskipti á netinu í hinum stafræna heimi.   Netið og hinir margvíslegu samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter, Snapchat og Vine, bjóða upp á nýjar áskoranir í samskiptum og til að geta varað við og afstýrt hættum skuggahliða netsins er nauðsynlegt að vera í góðum samskiptum við börnin ekki síður en að kenna börnunum góð samskipti á netinu.

Alls verða haldin 12 námskeið í 10 bæjarfélögum dagana 03. maí – 28. júní þar sem þeir Ólafur Jóelsson og Heimir Jónasson, samskiptaþjálfarar Dale Carnegie, ræða um þær áskoranir sem foreldrar og forráðamenn standa frammi fyrir á tímum netvæðingar og samfélagsmiðla. Hvert námskeið tekur um eina og hálfa klukkustund og er öllum ókeypis.

Á námskeiðunum verða skoðuð áhrif samskiptareglna á myndun tengsla og trausts, hvernig hægt er að auka samvinnu barna og foreldra og hvort samskipti okkar á netinu eru frábrugðin hefðbundnum mannlegum samskiptum,“ segir Heimir Jónasson, samskiptaþjálfari hjá Dale Carnegie.

Góð samskipti bæta heiminn og við þurfum að hjálpast að við að nota netið á réttan hátt. Þekking á notkun barna og unglinga á netinu er mikilvæg fyrir foreldra og við vonumst til að geta fært kynslóðirnar nær hver annarri með þessum námskeiðum, sem eru opnar öllum og þátttakendum á kostnaðarlausu,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone.

Námskeið Dale Carnegie og Vodafone verða haldin í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Egilsstöðum, Selfossi, Vestmannaeyjum, Akranesi, Ísafirði, Siglufirði og á Akureyri.  Nánar um tíma- og staðsetningar má sjá HÉR.

 

SHARE