Hjálpum þeim eftir hræðilegt slys

 

Ása Ottesen hefur lagt fram ákall um hjálp systur sinni til handar.

Myndin hér að ofan er tekin kvöldið fyrir slysið.

Hér fyrir neðan má sjá statusinn hennar á facebook…

Munum að margt smátt getur gert eitt stórt og það er gott að styðja við náungan.

Elsku vinir 💜

Eins og mörg ykkar vitið þá slasaðist elsku systir mín Jóna Elísabet Ottesenalvarlega í umferðarslysi síðastliðinn laugardag, þegar hún var að keyra heim með Uglu sinni eftir dásamlegan tíma fyrir norðan þar sem þær hittu Inga og héldu upp á 40 ára afmælið hans. Jóna liggur nú á gjörgæslunni, þar sem hún fær bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt er að fá. Fyrst eftir slysið var hún með fullri meðvitund og gerði sér grein fyrir aðstæðum. Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna. Ugla slapp með minniháttar skrámur, sem er kraftaverki líkast.

Jóna varð fyrir mænuskaða, sem þýðir að þegar tími fyrir endurhæfingu hefst bíður hennar, Uglu, Steingrímur Ingi Stefánsson og okkar fjölskyldunni stórt og mikið verkefni. Við erum öll staðráðin í að tækla það með jákvæðum baráttuhug í anda Jónu. Hún er nefnilega algjör nagli, ef þið vissuð það ekki nú þegar 🙏🏼

Eftir slysið höfum við fjölskyldan fengið óendanlega mikið af skilaboðum, símtölum og baráttukveðjum úr öllum áttum, enda þykir öllum vænt um Jónu sem henni hafa kynnst. Við getum ekki lýst því hvað það hjálpar okkur mikið og hvetur okkur áfram 😇

Margir vilja styrkja hana og til að bregðast við því hafa vinkonur okkar Jónu opnað styrktarreikning fyrir hana:

528-14-401998, kt. 701111-1410.

Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur ❤️

Ást og kærleikur til ykkar 💕

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here