Viltu slá í gegn í næsta kökuboði? Mæta með dásamlegar smákökur í vinnuna? Á vinkona eða vinur afmæli á næstunni? Eða viltu einfaldlega krydda hversdaginn með skemmtilegum, litríkum og öðruvísi smákökum sem geisla af kærleika og gleði?
Eða viltu kannski bara vera pínu töff?
Hér er uppskrift sem segir sex – smart smákökur í öllum regnbogans litum – sem ilma af kærleika:
170 gr ósaltað smjör
155 gr flórsykur
Smáklípa af salti
1 tsk vanilluþykkni
3 eggjarauður
310 gr hveiti
Hrærið nú deigið saman og hnoðið að endingu í væna kúlu. Deilið deiginu því næst í þrjá hluta, – takið einn hlutann frá fyrir vanilludeigið sjálft og deilið afgangnum í sex hluta. Setjið vanilludeigið sjálft strax til hliðar og pakkið í plast. Hinum hlutunum sex deilið þið niður – bætið í matarlit (einn matarlitur fyrir hvern helming) og hnoðið vel saman.
Munið að setja taka eina eggjahvítuna til hliðar og geyma vandlega í skál; ekki kasta burtu þó einungis eggjarauðurnar séu notaðar í deigið sjálft. Uppskriftin krefst þolinmæði og vandvirkni, en útkoman er fyllilega þess virði – utan þess að gríðarlega skemmtilegt getur verið að dunda við smákökubaksturinn í félagi við litla fólkið á heimilinu – nú, eða einfaldlega fullorðna ástvini á fínu eftirmiðdegi!
Tilbúin/n? – Hér er uppskriftin!
Tengdar greinar:
M&M smákökur – uppskrift
Sætasta samloka sumarsins – Uppskrift
Mömmukökur – Uppskrift
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.