
Þessi klassíska og stórgóða kaka kemur úr smiðju Ragnheiðar sem heldur úti Matarlyst á Facebook.
Hráefni
1 ½ bolli Hveiti
3 bollar Haframjöl gróft
1 ½ bolli Púðusykur
300 g smjörlíki eða smjör við stofuhita
1 ½ tsk Matarsódi
Sulta eftir smekk
T.d rabarbara-jarðaberja sulta eða jarðaberja
Aðferð
Hitið ofninn í 150 gráður og blástur.
Fínt er að notast við amerískt bollamál eða múmmínbolla ekki fylla hann alveg í topp.
Blandið öllum hráefnum saman í skál vinnið saman með höndum, eða setjið í hrærivélaskál og hnoðið þar til komið er saman.
Smyrjið og sáldrið hveiti inn í 25-27 cm form fínt að notast við smelluform.
Takið ⅔ af deiginu setjið í botninn á forminu,
smyrjið síðan sultu ofaná magn fer eftir smekk
Sáldrið rest af deigi yfir.
Bakið þar til gullið að ofan fer eftir stærð á formi 35-45 mín jafnvel lengur þ.e hátt í 1 klukkustund.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.