HK-ingar eru svo sannarlega að gera góðverk um þessar mundir en liðsmaður þeirra greindist nýverið með krabbamein. Á síðu sinni birtu þeir þetta:
Á fimmtudaginn er síðasti leikur Íslandmeistara HK fyrir jólapásu en þá koma FH-ingar í heimsókn í Digranes og hefst leikurinn kl. 19:30
Stjórn handknattleiksdeildar hefur ákveðið að allur ágóði af miðasölu á leiknum renni til Bjarka Más Sigvaldasonar leikmanns meistaraflokks karla í fótbolta hjá HK en Bjarki glímir við erfið veikindi eftir að hafa á dögunum greinst með krabbamein.
Miðaverð verður eins og áður 1.000kr en við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að leggja söfnuninni lið með frjálsum framlögum.
Einnig hefur verið stofnaður söfnunarreikningur fyrir Bjarka kt. 630981-0269 reikn. 536-14-400171
Nú er um að gera að skella sér á flottan handboltaleik þar sem strákarnir eiga ennþá möguleika á sæti í Deildarbikarnum og styrkja um leið gott málefni.
Við segjum bara ALLIR Í DIGRANES og ÁFRAM HK!!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.