Hlauparinn Oscar Pistorius myrti unnustu sína fyrir mistök

Suður Afríski spretthauparinn Oscar Pistorius hefur verið handtekinn eftir að skotum var hleypt af á heimili hans í Suður Afríku og kona fannst þar látin samkvæmt frétt Daily Mail.

oscar2Verið er að yfirheyra Pistorius en að sögn hélt hann að innbrotsþjófur væri í húsi sínu og hleypti af  skotum úr skammbyssu sem fannst í íbúðinni, en konan varð fyrir skotum í höfuð og handlegg.

Talið er að sú látna sé fyrrum FHM módelið Reeva Steenkamp en þau höfðu verið í sambandi í nokkra mánuði og samkvæmt talsmanni Steenkamp var sambandið gott.

Osvar Pistorius tók þátt í 400 metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en á hann vantar neðri hluta fóta og hleypur hann á sérhönnuðum gerfifótum frá Össur og var fyrsti hlauparinn með gerfilimi í sögu Ólympíuleikana til að taka þátt á hefðbundnum Ólympíuleikum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here