Hljóðritaði eigið prump og samdi sónötu fyrir fjarverandi bróður

Fyrirsögnin er rétt. Hér er enga lygi að finna, þvert á móti. Prump hefur verið hljóðritað – þó fullkláruð sónata hafi kannski ekki komið úr verkinu. En fagra tóna skapaði maðurinn úr prumpinu. Allt fyrir fjarverandi bróður sem þjakaður af heimþrá – bað fyrir kveðju að heiman.

Eða var það Reddit notandinn sem prumpaði sem saknaði hins? Á Reddit segir:

Bróðir minn flutti úr bænum og ég saknaði hans. Fyrst sendi ég honum nokkur MMS sem voru upptökur af prumpi – bara til að láta hann vita að ég saknaði hans. Ætli ég hafi ekki sent honum svona tólf MMS áður en ég áttaði mig á því að prump númer tvö væri sérstakt.

Erfitt er að segja til um hvernig maðurinn fór að því að greina hljóminn og sennilega hefur sjálfur Mozart ekki sótt innblástur sína í búkhljóð en sérstakt er það. Því verður ekki neitað.

SHARE