
Hljómsveitin Árstíðir hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband þar sem þeir flytja lagið Shades. Myndbandið er skemmtilega öðruvísi og sýnir íslenska náttúru í sinni fegurstu mynd. Helgi Jóhannsson leikstýrir myndbandinu. Tjékkaðu á laginu shades sem fjallar um gönguferð sem fer ekki alveg eins og við var búist!