Það eru ekki bara ókostir við það að vera ólétt sjáðu til…
Að háma í sig á veitingastöðum
Getur þú ekki ákveðið þig? Það skiptir ekki máli, það gagnrýnir það enginn þó þú fáir þér tvo rétti af matseðlinum. Fólk heldur jú að þú sért að borða fyrir tvo!
Prumpa
Pff.. þó þú hleypir af stóru byssunum kippir sér enginn upp við það. Þú hefur alltaf þá afsökun að þú sért ólétt og meltingarfærin séu í bölvuðu veseni. Þú ert að búa til nýtt líf og það kostar bara prump og nóg af þeim!
Að fara í lyftuna
Það er enginn að fara að dæma þig þó þú notir lyftuna í staðinn fyrir að labba stigann. Ef þú ert ekki ólétt hefur þú enga afsökun, þá áttu bara að gjöra svo vel og nýta þér alla hreyfingu sem þú færð. Meðan þú ert ólétt getur þú notað lyftuna eins og þú vilt!
Að fara að gráta á almannafæri
Undir venjulegum kringumstæðum er ótrúlega vandræðalegt ef maður fer að gráta á almannafæri, en ef þú ert með kúlu framan á þér hugsa allir bara “Þetta eru bara bölvaðir hormónarnir! Hún er ólétt elskuleg”
Að nota hvaða klósett sem er
Þið hafið kynnst því stundum að sjoppur eða búðir segjast ekki hafa klósett nema fyrir starfsfólk, þeir skipta strax um skoðun ef þú ert ólétt, allt í einu er starfsmanna klósettið fyrir alla, í það minnsta óléttar konur!
Að missa stjórn á skapi sínu
Þú ferð á KFC og pantar þér Zinger twister en færð bara venjulegan twister! HVAÐ ER ÞAÐ! Þó þú æsir þig við starfsfólkið verður þú ekkert rekin út, svo lengi sem þú ert með kúlu framan á þér sýnir fólk þér þolinmæði.
Að búast við að þér sé þjónað
Allt í einu býðst fólk til að bera pokana fyrir þig út í bíl þegar þú ferð í Bónus, kærastinn þinn hjálpar þér með pokana inn, þú mátt biðja kærastann um að skera fyrir þig ávexti og koma með upp í rúm án þess að vera frek. Fólk er meira en tilbúið að vera gott við þig þegar það sér bumbuna