Hlutir sem fólk gerir á netinu eftir sambandsslit

ATH. Þessi grein er aðsend og þarf ekki að endurspegla skoðanir ritstjórnar.

Þetta á auðvitað ekki við alla en líklega helst ungt fólk, undir tvítugu en maður sér þetta nú alveg líka hjá eldra fólki. Það hefur ýmislegt breyst eftir að Facebook kom til sögunnar og það getur verið erfiðara að slíta sambandi í dag eftir tilkomu Facebook. Hver hefur ekki freistast til þess að skoða hvað fyrrverandi er að gera eða átt erfiðara með að sleppa vegna þess að þú getur ekki hugsað þér að henda fyrrverandi af Facebook, ert því sífellt minnt/ur á fortíðina?

Hér eru nokkur áberandi atriði sem maður sér fólk stundum gera á Facebook eftir sambandsslit..

1. Birtir statusa á Facebook til að segja öllum hvað þú sért ótrúlega hamingjusöm/samur með lífið og tilveruna, lífið gæti bara ekki verið betra.

2. Birtir myndir af þér á djamminu með fullt af góðum vinum og ekki sakar ef það eru sætir strákar/stelpur með í för.

3. Birtir “quote” á Facebook sem eru einskonar skot á fyrrverandi. Til dæmis “Ever looked at your ex and wondered, was i drunk the entire relathionship” – Oftast eru quote-in í formi mynda þar sem eitthvað er skrifað á ensku.

4. Myndband með lagi sem þið hlustuðuð á saman og eitthvað eins og “Góðar minningar” skrifað við.. já þetta er ekki sjaldséð, kannski algengar að sjá hjá ungum stelpum.

5. Birtir status um hvað þú hefur það gott og hvað þú ert þakklát/ur fyrir fólkið í lífi þínu: “Er svo heppin og þakklát fyrir allt frábæra fólkið í mínu lífi.”- Líklega gert til þess að láta fyrrverandi finna að þú þarft ekki á honum/henni að halda.

6. Biður vinkonu þína að birta eitthvað á veggnum þínum, til dæmis “ú hvern ert þú að fara að hitta í kvöld” Eða eitthvað í þá áttina í þeim tilgangi að gera fyrrverandi afbrýðissaman.

7. Birtir sjálfsmyndir af þér upp á þitt besta – Ég meina hann hlýtur að sakna þín ef hann sér þær? eða.. 😉

8. Sendir fyrrverandi skilaboð a fb eða sms, eitthvað á þessa leið: “Hlakka til að hitta þig í kvöld” Og segir svo..úps! Vitlaus gluggi eða.. vitlaust numer. Þetta er hallærislegt!

Það er eins og fólk sé að reyna að sanna fyrir fyrrverandi að hann hafi sko misst af miklu en þessi þörf fyrir að sýna fram á að þú sért ómissandi verður frekar augljós og vandræðaleg.. Fólk sem er með þig á Facebook áttar sig alveg á því hvað er í gangi og fyrrverandi finnst þetta líklega jafn hallærislegt og öllum öðrum. Ef samband er búið MOVE ON, átt líklega hvort sem er betra skilið.

SHARE