Sænski tískuvörurisin H&M kynnti á fyrsta degi ársins með stolti samstarf þeirra og stærstu tónlistastjörnu í heiminum í dag BILLIE EILISH.
Vörumerkið er með opinbert lógó hinnar 17 ára tónlistarkonu í stórum skuggamyndum og allur klæðnaður er búinn til úr efnum sem fengnir eru á sjálfbærari hátt. Í meðfylgjandi herferð eru verk eftir glæsilega 3D förðunarfræðinginn Ines Alpha sem er þekkt fyrir að hanna filtera fyrir Instagram og Snapchat. Vörulínan Billie Eilish verður aðgengileg um allan heim í öllum verslunum sem eru með Divided og hm.com frá og með deginum í dag 2. janúar.
Billie Eilish kom inn með trukki inn í tónlistarlífið árið 2016 og er nú einn eftirsóttasti listamaður í heimi. Fyrir H&M línuna er hönnunin með opinberu lógó Billie og fangar undirskrift hennar í fatnaði í yfirstærð – löngum víðum stuttermabolum, hettupeysum, sweatshirt kjólum, jogging buxum og langermabolum í yfirstærð. Einnig er aukahlutir eins og húfur, hattar, sokkar og töskur.