Hnetusmjör: Holl himnasending

Kostir þess að borða hnetusmjör eru margir, ásamt því að vera dásamlega bragðgott í alls konar matargerð. Hnetusmjör er einnig mjög hollt fyrir líkama okkar, eins og sjá má hér að neðan:

 

images

 

Það hjálpar þér að léttast: Það er fullt af hitaeiningum, svo best er að stilla skammtinum í hóf en það er er gríðarlega mikið af trefjum og prótíni en það lætur þig vera södd lengur, svo hungurtilfinningin mun ekki gera eins mikið vart við sig.

Það er fullt af næringarefnum: Kraftmikið E-vítamíns andoxunarefni, magnesíum sem styrkir beinin, kalíum sem er gott fyrir vöðvana og B6 vítamín sem styrkir ónæmiskerfið. Rannsóknir sýna fram á að hnetusmjör minnkar líkurnar á hjartasjúkdómum, sykursýki og öðrum heilsuvandamálum.

Það er góð fita í hnetusmjöri:  Það er mjög mikið af einómmettuðum fitum af því og nýleg könnun hefur leitt það í ljós að insúlín ónæmir einstaklingar sem borðuðu mikið af slíkri fitu voru með minni magafitu. Passið ykkur á því að kaupa hnetusmjör sem er ekki með viðbættum sykri.

Hvernig áttu að kaupa það besta: Hitaeiningarnar og fitan er svipuð í flestum hnetusmjörum en það er gott að hafa nokkur atriði hugföst þegar þú lest utan á krúsina:

-Salt: Lífrænt hnetusmjör hefur yfirleitt minna magn af salti og oft getur saltið minnkað hentubragðið.

-Sykur: Mörg hnetusmjör innihalda mikið magn sykurs, svo gott er að skoða innihaldslýsinguna vel áður en þú velur tegundina, ef þú ert að leita af hollustu.

Sjá einnig: hnetusmjörMjólkurhristingur með banana og hnetusmjöri – Uppskrift

images (1)

 

Hægt er að nota hnetusmjör í margt, til dæmis út í bústið, á ávextina þína, út í matinn, í hafragrautinn, í sósurnar, í eftirréttina og svo auðvitað að fá sér bara eina skeið af hreinu hnetusmjöri og það er um að gera að prófa sig bara áfram.

Sjá einnig: Guðdómleg hnetusmjörsparadís

Heimildir: Prevention

SHARE