Þessar æðislegu hnetusmjörskökur koma frá Café Sigrún.
Innihald
- 250 ml hnetusmjör án viðbætts sykurs, mjúkt eða milligróft
- 130 g rapadura hrásykur (eða annar hrásykur)
- 1 egg
Aðferð
- Hrærið saman eggi, rapadura hrásykri og hnetusmjöri. Hrærið þangað til allt er kekkjalaust og mjúkt. Gott er að nota handhrærivél en ekki nauðsynlegt.
- Hnoðið deigið lítillega.
- Mótið litlar kúlur og setjið þær á bökunarplötu með bökunarpappír undir.
- Ýtið létt ofan á hverja kúlu með gaffli (gott að bleyta hann á milli).
- Bakið við 200°C í 10-12 mínútur eða þangað til kökurnar eru farnar að taka lit.
- Kökurnar eru MJÖG linar þegar þær koma beint úr ofninum en harðna þegar þær kólna og verða þá stökkar.
Endilega smellið á like á Facebook síðu Café Sigrún
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.