Hoi Sin kjúklingur

Þessi æðislega girnilegi kjúklingaréttur er frá Allskonar.

 

Hoi Sin kjúklingur fyrir 3-4

  • 6 msk Hoi Sin sósa
  • 3 msk sæt chili sósa
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 3 tsk engiferrót, rifin
  • 2 msk sojasósa
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 3 kjúklingabringur, í bitum
  • 3 vorlaukar, grófskornir

Undirbúningur: 25 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.

Blandaðu öllu nema kjúklingnum saman í skál. Bitaðu kjúklinginn niður í munnbita og settu í skálina, blandaðu vel saman og láttu marinerast í 15 mínútur inni í ísskáp.

Helltu nú öllu í eldfast mót og bakaðu í 25 mínútur í heitum ofninum.

Berðu fram með hrísgrjónum og salati.

Við mælum með því að þið smellið „like“ á Facebook síðu Allskonar

SHARE