Holl og góð lesning fyrir alla

Ímyndum okkur að það er banki sem leggur inn á reikninginn okkar á hverjum morgni 86.400 krónur.

Þessi upphæð færist þó ekki yfir á næsta dag. Á hverju kvöldi eftir að þú ert farin/n að sofa eyðist það sem eftir var af þessum pening sem þér tókst ekki að eyða þann daginn.

Hvað myndir þú gera?

Ég myndi að sjálfsögðu taka út hverja einustu krónu!!

Við eigum nefnilega öll svona banka. Bankinn heitir TÍMINN.

Á hverjum morgni fáum við 86.400 sekúndur. Á hverju kvöldi eyðist allur sá tími sem þú nýttir ekki til þess að „fjárfesta“ og koma að góðum notum. Það er ekkert hægt að seinka inneigninni og nota hana síðar. Það er heldur ekki hægt að fá yfirdrátt á sekúndurnar. Á hverjum degi er opnaður nýr reikningur. Á hverju kvöldi eyðist það af deginum sem ekki var nýtt til góðra nota. Þannig að ef þú notar ekki inneignina þína í dag tapar þú henni.

Það er engin leið að fara til baka. Það er ekkert hægt að „geyma inneignina“ þangað til á morgun. Þú verður að lifa í núinu, með innistæðu dagsins í dag. Fjárfestu því þannig að það veiti þér sjálfri/sjálfum sem mesta ánægju og hamingju, veiti þér sem mesta heilsu, hamingju, ánægju og árangur!

Klukkan heldur alltaf áfram og það er undir okkur sjálfum komið að gera sem mest úr deginum Í DAG.

Til þess að átta sig á virði árs, spurðu háskólanema sem komst ekki í gegnum úrtökuprófin.
Til þess að átta sig á virði mánaðar, spurðu foreldra fyrirbura.
Til þess að átta sig á virði einnar viku, spurðu ritstjóra tímarits sem kemur út vikulega.
Til þess að átta sig á virði eins dags, spurðu verktakann sem fær flest verkefni sem dagsverk og þarf að sjá fyrir stórri fjölskyldu.
Til þess að átta sig á virði eins klukkutíma, spurðu elskendur sem bíða eftir að hittast.
Til þess að átta sig á virði einnar mínútur, spurðu manneskju sem rétt missti af strætó.
Til þess að átta sig á virði einnar sekúndu, spurðu þann sem lifði af slys.
Til þess að átta sig á virði sekúndubrots, spurðu þann sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum.

Njótum þess tíma sem við fáum, hann kemur aldrei aftur. Notaðu hvert augnablik sem þú átt og gerðu það sem ÞÚ vilt gera! Varðveittu það sérstaklega vel þegar þú ert svo heppin/n að fá að deila því með einhverjum sértökum/sérstakri, einhverjum sem er þér svo mikilvæg/ur að þú ert tilbúin/n að njóta þess tíma sem þú átt með þeim.

Mundu svo að tíminn bíður ekki eftir neinum.

SHARE