Hollar haframjölskökur

Þessar hollu haframjölskökur koma úr smiðju Gotterís og gersema 

Hollar haframjölskökur

  • 70 gr gróft haframjöl (sett í blandara og maukað í duft)
  • 40 gr gróft haframjöl til viðbótar (ekki sett í blandara)
  • 15 gr venjulegt haframjöl
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 ½ tsk kanill
  • ½ tsk salt
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • 1 stórt egg
  • 4 msk púðursykur
  • 50 gr kókosolía (brædd og kæld örlítið)
  • 40 gr saxað 70% súkkulaði
  • Nokkrir súkkulaðidropar til skrauts (má sleppa)

  1. Blandið saman haframjölsdufti, grófu og fínu haframjöli ásamt matarsóda, kanil og salti í eina skál.
  2. Í aðra skál má blanda saman egginu, vanilludropunum, púðursykrinum og bræddu kókosolíunni.
  3. Því næst má blanda hráefnunum úr báðum skálum saman með sleif og að lokum setja saxað súkkulaðið saman við.
  4. Gott er að plasta skálina með blöndunni og kæla í 20-30 mínútur til þess að auðveldara sé að móta kúlur.
  5. Hitið ofninn því næst í 175°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
  6. Rúllið í kúlur (kúfuð teskeið fyrir hverja) og raðið á plötuna (athugið að kökurnar leka út við bakstur svo varist að raða of þétt).
  7. Setjið 1-2 súkkulaðidropa á hverja kúlu sé þess óskað og bakið í um 7-10 mínútur eða þar til kantarnir verða aðeins dekkri en miðjan.
  8. Þessi uppskrift gefur um 16-18 kökur svo hana má auðveldlega tvöfalda.

Smellið endilega like-i á Facebook síðu Gotterís

 

SHARE