Þessi dýrðlegheit eru frá Gotterí.is. Hver vill ekki eiga hollustunammi til að grípa í þegar þörfin lætur á sér kræla.
Hollar heslihnetukúlur
- 200 gr döðlur
- 150 ml sjóðandi vatn
- 40 gr cashew hnetur
- 40 gr heslihnetur
- 100 gr möndlumjöl
- 2 msk kókosolía (hituð örlítið svo verði fljótandi)
- 2 msk heslihnetusmjör
- 1 tsk vanilludropar
- ½ tsk salt
- 160 gr (tvær plötur) Rapunzel appelsínusúkkulaði (til að dýfa í)
- Hellið sjóðandi vatni yfir döðlurnar og leyfið að standa í 30 mínútur.
- Setjið hneturnar í blandara/matvinnsluvél og blandið saman við möndlumjölið, leggið til hliðar.
- Hellið mesta vatninu af döðlunum og setjið í blandara/matvinnsluvél.
- Blandið kókosolíu, heslihnetusmjöri og vanilludropum saman við döðlurnar.
- Því næst fer salt í blönduna og að lokum möndlu- og hnetublandan.
- Ef notaður er blandari gæti þurft að hnoða saman með höndunum á þessum tímapunkti en matvinnsluvél ætti að ráða við þetta allt saman.
- Plastið skálina og geymið blönduna í kæli í amk 1 klst.
- Mótið þá kúlur c.a 1 msk hver og raðið saman á bökunarpappír
- Frystið í um 15 mínútur og hjúpið svo með appelsínusúkkulaði.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.