Hollt og dásamlega gott bananabrauð

Er þetta besta og hollasta bananabrauð allra tíma? Þetta bananabrauð er ekki eins og þau eru flest, enda sérlega hollt og æðislega bragðgott.

Sjá einnig: Bananabrauð sem börnin elska

banana-bread

Sjá einnig: Hveiti- og sykurlaust bananabrauð

Innihaldsefni:

1/3 bolli brædd kókosolía, extra virgin ólívuolía, eða gæða grænmetisolía.

1/2 bolli hunang eða hlynsýróp

2 egg

1 bolli stappaðir og þroskaðir  bananar

1/4 bolli mjólk eða vatn

1 teskeið matarsódi

1 teskeið vanilludropar

1/2 teskeið salt

1/2 teskeið kanill

1 3/4 bolli heilhveiti

1/2 bolli saxaðar valhnetur, pecanhnetur, dökkt súkkulaði, rúsínur, þurrkaðir ávextir, bananabitar eða eitthvað að eigin vali.

Svona ferðu að:

Hitaðu ofninn á rúmlega 160 gráður. Pískaðu saman hunangi (eða hlynsýrópi) og olíu í stórri sjál. Bættu eggunum saman við og hrærðu vel, bættu síðan bönönum og mjólkinni saman við.

Bættu matarsóda, vanilludropum, salti og kanil saman við blönduna. Hrærðu því saman áður en þú setur hveitið saman við, ásamt því sem þú kýst að bæta við. Settu blönduna síðan í smurt brauðform og stráðu einhverju að vild yfir.

Bakaðu í um það bil eina klukkustund. Prófaðu þá að stinga tannstöngli í brauðið fyrir miðju og kannaðu hvort brauðið sé bakað. Láttu brauðið kólna í 10 mínútur áður en þú tekur það úr forminu og láttu það standa í 20 mínútur áður en þú skerð í það.

Heimidlir: womendailymagazine.com

SHARE