Hollt og ljúffengt konfekt

Þetta konfekt er æðislegt og kemur frá Café Sigrún

 

Gerir um 30 konfektmola

  • 25 g döðlur (ef mjúkar þarf ekki að leggja þær í bleyti)
  • 25 g gráfíkjur
  • 50 g dökkt, lífrænt framleitt súkkulaði eða carob (með hrásykri)
  • 1 banani, vel þroskaður
  • 1 tsk vanilludropar (úr heilsubúð)
  • 1 tsk kanill
  • 3 msk kakó eða carob
  • 40 g haframjöl (eða hrískökur)
  • 30 g kókosmjöl
  • Nokkrar matskeiðar appelsínusafi (ef þarf)
  • Kókosmjöl, kakónibbur, söxuð trönuber, saxaðar heslihnetur o.fl. til að velta konfektinu upp úr.

Aðferð

  1. Saxið döðlurnar gróft og leggið í bleyti í klukkustund. Athugið að ef þær eru mjúkar þarf ekki að leggja þær í bleyti og má saxa þær strax.
  2. Snúið stubbinn af gráfíkjunum, saxið fíkjurnar gróft og leggið í bleyti í klukkustund.
  3. Saxið súkkulaðið smátt.
  4. Hellið vatninu af og setjið fíkjur, döðlur og banana í matvinnsluvél. Blandið í um 1 mínútu eða þangað til nokkuð vel maukað.
  5. Bætið vanilludropum, kanil og kakói út í og blandið í 10 sekúndur. Setjið í stóra skál.
  6. Bætið haframjöli, súkkulaði og kókosmjöli út í skálina og hrærið mög vel.
  7. Setjið aftur í matvinnsluvélina í nokkrum skömmtum og maukið í um 5 sekúndur hvern skammt. Gætið þess að deigið verði ekki að algjöru mauki en það á að límast vel saman ef klipið saman með fingrunum. Ef deigið er of þurrt má setja svolítinn appelsínusafa eða eplasafa út í deigið og hræra aðeins.
  8. Kælið deigið í um klukkustund.
  9. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli, kakónibbum, trönuberjum, heslihnetum o.fl.
  10. Geymist í nokkra mánuði í frysti en einnig í 1-2 vikur, í plastboxi í ísskáp.

 

Endilega smellið á „like“ á Facebook síðu Café Sigrún 

cs_logocafe sigrun

SHARE