Fjölmiðlum þykir það alltaf fréttnæmt þegar Hollywood leikkonur, söngkonur og fyrirsætur bera barn undir belti og fá margar þeirra stóra summu af peningum fyrir að sitja fyrir þungaðar á forsíðum tímarita. Leikkonan Demi Moore sat fyrir nakinn á forsíðu tímaritsins Vanity Fair árið 1991 þegar hún var komin sjö mánuði á leið og kom af stað ákveðinni tísku á meðal þungaðra kvenna í Hollywood. Frá því árið 1991 hafa margar af þekktustu stjörnunum í heiminum berað óléttukúluna í vinsælum tímaritum og í sumum tilfellum hins vegar hafa þær prýtt þó forsíður slúðurtímarita í óþökk þeirra.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.