Hönnuður að missa sig í gleðinni – Mögnuð íbúð í San Fransisco

Fátt er eins skemmtilegt og ögrandi en skemmtileg hönnun þar sem hönnuðurinn fær í raun að missa sig í gleðinni. Þessi íbúð er í San Franisco og fékk innanhúsarkitekt  Janel Holiday hreinlega að ganga laus, ef svo má að orði komast. Hún sækir í marga stíla og eltist ekki við samtímahönnun. Hún sækir í liti, veggfóður muni og húsgögn aftur í tímann og blandar þessum andstæðum saman. Útkoman er vægast sagt kósý og vel lukkuð.

10410293_671911936215400_7217913505813790916_n (1)

Græni liturinn er notaður sem grunnlitur og gefur vissa mýkt í rýmið á móti fallegum við á gólfi og utan um arininn.

10521941_671911942882066_653837455637253883_n

Rauði stólinn brýtur upp á móti viðnum og græna litnum.

10441320_671911939548733_2740516052433263989_n

Sjáið litadýrðina í hillunum.

10155804_671911992882061_7427427687117927759_n

Bækur og styttur eru ekki af skornum skammti á þessu heimili.

10463985_671912002882060_4985578526329194682_n

Það rokkar víst núna að hafa eldhússtólana alla mismunandi.

10492186_671912006215393_1948275286083462959_n

Eins og herbergi frá sjöunda áratugnum.

10487408_671912026215391_8613502685803149951_n

Í raun eina herbergið sem kemst næst því að minna á samtímann, ljósið í loftinu og tölvan.

10435876_671912039548723_2422095895556444738_n

Skemmtileg óreiða, fígúrurnar eru skemmtilegar ofan á skápnum.

10446022_671912046215389_3166112572161633661_n

Þetta veggfóður öskrar á mann – takið eftir því að gereftin eru bleik til að tóna við veggfóðrið.

10514565_671912062882054_4879883839057997819_n

Hvar man ekki eftir svona veggfóðri hjá ömmu og afa?

10488362_671912082882052_8250006163501968875_n

Ýmis tímabil mætast í stílnum.

10511079_671912092882051_2982167836311674111_n

Grái tóninn flæðir vel með þeim brúnu.

10264310_671912102882050_1302535736483871160_n

Sérstakt að setja mynd alveg á hornið á veggnum – skipulögð óreiða?

10448778_671912119548715_3456596860128834012_n

Svalirnar eru líka líflegar, eflaust einhverjir sem muna eftir þessum stólum. Voru samt vinsælastir í svörtu.

hugar logo

SHARE