Áhrif náttúrunnar sjást æ víða í hönnun heimila, enda kraftur og fegurð uppspretta hugmynda sem nýtist jafn við hönnun og listsköpun. Þetta fallega heimili í norður Kaliforníu er gott dæmi um það. Sótt er ásýndar umhverfisins og gætt að þessi að viður fái notið sín sem og að gluggar þess séu með þeim hætti að til að mynda í svefnherbergjum er nánast eins og rúmin séu staðsett út í Guðs grænni náttúrunni. Þá er einnig haft að leiðarljósi að útlit þess falli vel inn í umhverfið og sé hluti af heildarmyndinni. Það var hönnunarstofan The Carlton Architecture + Design sem leysti þessa áskorun vel af hólmi.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.