Hönnun úr deigi – Myndir

Vörulínan „Baked” er afrakstur samstarfs tveggja ítalskra hönnuða sem búsettir eru í Eindhoven í Hollandi og kalla sig Formafantasma. Það sem er hvað sérstæðast við þessa vörulínu er án efa efniviðurinn en hann samanstendur af tvennu. Fyrir það fyrsta ýmisskonar hráefnum sem venjulega eru notuð til baksturs, eins og hveiti, kaffi, kakói, spínati, salti, allkonar kryddum og bindiefni kallað „shellack”. Shellackið gerir það að verkum að ílátin verða varanleg og haldast saman. Útkoman er þessi fallega hönnun og frumlega efnisnotkun sem gefur vörulínunni einstaka áferð og náttúrulegan blæ.

Innblásturinn sóttu þeir félagar til Sikileyjar, nánar tiltekið á árlega hátíð í bænum Salemi þar sem hefð er fyrir því að sleppa sér í bakstri, bæði til matar og skreytinga. Þar má finna allt frá litlum hangandi brauðfígúrum upp til heilagra altara samansettra úr brauðmótívum.

vgucfucgk

Belti úr gúmmí fylgja með hverjum hlut sem ætluð eru til þess að fólk hafi möguleika á að leika sér með samsetningar, eins og sést á myndunum. Í þeim tilgangi að breyta hlutverki hversdagslegra nytjahluta sem yfirleitt eru geymdir inni í skáp og hefja þá upp til vegs og virðingar. Það má því segja að vörulínan í heild sinni sé óður til hversdagsleikans, ítalskrar matarmenningar og formæðra okkar allra sem álitu að bakstur væri ein af frumskyldum metnaðarfullra húsmæðra,

SHARE