Mögnuð heimildarsería í rauntíma um stríðshrjáð svæði heimsins rís nú á Facebook gegnum síðuna Humans of New York, en ferðalagið sem kostað er af Sameinuðu þjóðunum mun standa yfir í heila 50 daga hlýtur að taka skelfilega á fyrir Brandon, sem stendur að baki síðunni og fær túlk með sér til fararinnar.
Hafir þú ekki þegar rekist á Facebook síðu Brandon, veki mannlegar umfjallanir áhuga þinn og viljir þú líta ólýsanlega reisn á skelfilegartímum, úrlausnir sem eru svo ótrúlegar að næsta er að daglegt amstur verði að engu samanborið við ótrúlegan viljastyrk þeirra sem lifa við skert úrræði, þá skaltu fyrir alla muni líta verkið augum.
Á Facebook síðu HONY (Humans of New York) segir Brandon einfaldlega:
Utan þess að festa heimildir á filmu og birta frásagnir almennings á umræddum landsvæðum, er tilgangur ferðalagsins sá að vekja athygli á Aldamótamarkmiðum þróunarríkja sem má sjá hér á vefsíðunni. Aldamótamarkmiðin eru átta talsins og eru alþjóðleg þróunarmarkmið sem öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að hrinda í framkvæmd fyrir árið 2015. Í raun eru þetta markmið sem allir geta verið sammála um að veröldin þarfnist en frekari upplýsingar má lesa HÉR.
Þar af leiðandi er það einlæg von okkar að til viðbótar við þær sögur sem við segjum af einstaklingum, muni ferðalagið hjálpa á einhvern hátt til að vekja alþjóðarsamfélagið til vitundar, samhliða því sem við vörpum ljósi á þau átök og daglegu deilur sem við þurfum að takast á við í sameiningu. Njótið vel.
Hér að neðan má sjá brot úr seríunni sem skoða má á Facebook, en síða Brandon er HÉR
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.