„Horfðu í augun á mér“ – Faðir horfist í augu við morðingja sonar síns

Faðir 16 ára bresks drengs sem barinn var til bana í Tælandi tók á móti morðingja sonar síns þegar sá síðarnefndi mætti á morðstaðinn til að lýsa fyrir lögreglu hvað hefði farið þar fram.

Steven Graham, faðir drengsins, nötraði af reiði þar sem hann starði á morðingjann, hinn 44 ára gamla Chaiwat Boongarin, og öskraði á hann: „Horfðu í augun á mér helv**** auminginn þinn.“ 

Lík drengsins, Woramet Ben Taota, fannst í skógi á sunnudaginn í Lampang en Chaiwat hefur játað á sig verknaðinn.

Yfirvöld hafa sagt að drengurinn, sem kallaður var Ben, hafi verið í einhverskonar vinnu fyrir Chaiwat sem var að selja methamfetamín og þeir hafi farið að rífast. Það hafi svo endað með því að Chaiwat hafi barið Ben til dauða. Í myndbandinu má sjá föðurinn Steven (bláa bol), móður hans (guns and roses bol) og morðingjann í skotheldu vesti með grímu og sólgleraugu.  Lögreglumennirnir á vettvangi mynduðu vegg til að aftra manninum og fleira fólki aðgengi að morðingjanum sem. hefur játað sök

SHARE