Það er einhver sjarmerandi blær yfir þeim karlmönnum sem lesa. Grúfa sig ofan í bækur, gáfulegir á svip og hnykla brýrnar. Að ekki sé minnst á þá sem bera gleraugu. Hvað þá að reka augun í einn slíkan á heimleið – eftir langan vinnudag – í strætó, á stoppustöðinni, jafnvel í lestinni ef ferðalagið á sér stað á meginlandi Evrópu.
Yndislegt – freistandi og ferlega forboðið. Hvað ætli maðurinn sé að lesa? Ætli hann hafi lesi fleiri bækur? Les hann alltaf á heimleið? Hvaða saga er að baki manninum?
Til allrar hamingju erum við á sama máli og þúsundir annarra kvenna, sem allar elta Instagram notandann @hotdudesreading en þar má sjá. Einmitt. Freistandi ljósmyndir af karlmönnum. Með bók í hönd.
Þó Hot Dudes Reading hafi ekki verið lengi á Instagram, eru fylgjendur yfir 100.000 talsins og er ekkert lát á vinsældunum. Aðeins tvær vikur eru síðan síðan fór í loftið og því augljóst að karlmenn sem lesa, eru kynþokkafullir með eindæmum – alla vega ef marka má vinsældirnar og athugasemdirnar láta ekki á sér standa heldur.
Allar ljósmyndirnar eru teknar í neðanjarðarlestum innan New York borgar og sennilega situr því einhver farþeginn og smellir laumulega af meðan grunlaus kyntröllin fletta gegnum blaðsíðurnar, sem gerir allt áhorfið enn skemmtilegra.
Hot Dudes Reading er því klámsíða þeirra sem laðast að gáfum, vitsmunum … og sannarlega heimsbókmenntum. Dásamleg Instagram síða sem segir sex; hvort sem kyntröllin eru með nefið ofan í dagblaði, tímariti eða hnausþykkum doðranti. Yndisleg síða sem vert er að fylgja eftir.
Tengdar greinar:
LUMBERSEXUAL: Fúlskeggjuð kyntröll sem gneista af karlmennsku
BeardBaubles: Alvöru karlmenn setja jólakúlur í skeggin í ár!
Kynþokkafyllstu karlmenn ársins 2015
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.