Hrátt grænmeti er eitt af nýjustu tískufyrirbrigðum frá Bandaríkjunum sem hafa náð til okkar. Hugmyndin er sú að þú borðið hrátt grænmeti til þess að varðveita eins mikið af næringarefnum eins og hægt er og forðast fæðu frá dýraríkinu (ásamt mjólkurafurðum). Þessi súpa er afbrigði af Mexíkósku ídýfunni guacamole með viðbót af agúrku til að auka ferskleikann.
Fyrir fjóra
1 agúrka
2 þroskaðar lárperur
1 hvítlauksrif
2 mildir grænir chilli-pipar
rifið ysta lag barkar og safi af 1 sítrónu
2 msk. lárperuolíu
175-250 ml ölkelduvatn
4 msk fínsaxaður kóríander
50g blómkálsgreinar
nokkrir dropar af ólífuolíu með sítrónubragði, til að skreyta
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
Afhýðið og steinhreinsið agúrkuna, skrælið lárperuna og hvítlaukinn, steinhreinsið chilli-piparinn. Setjið þetta allt í blandarann, bætið við sitrónuberkinum og safanum, lárperuolíunni, öldukeldavatninu og kóríandernum við.
Stillið á ,,saxa” þar til blandan er jöfn og rjómakennd. Kryddið að eigin smekk.
Fínsaxið pistasíuhneturnar í blandaranum og stillið á ,,saxa” bætið þá við blómkálinu og saxið aftur þar til það líkist kúskúsi. Ausið súpunni í glös eða skálar og stráið blómkáls- pistasíuhnetukornunum yfir.
Ljúkið með nokkrum dropum af sítrónuolíunni.