Hræðir það þig að vera einhleyp(ur) ?

Fólk sem er hrætt við að enda uppi einsamalt sættir sig allt of oft við það næst besta sem lífið hefur upp á að bjóða.

Þetta staðfestir sennilega eitthvað sem við flest vitum. Fólk sem er hrætt við að vera einhleypt eða að enda uppi eitt, sættir sig við minna þegar kemur að ástarsamböndum. Það hangir í óhamingjusömum samböndum eða hjónaböndum árum saman.

 

Stephanie Spielmann höfundur rannsóknarinnar og kennari við University of Toronto sagðist vilja rannsaka hvaða skilaboð langtíma sambönd væru í raun að senda okkur.

 

“Þegar við erum börn er okkur sagt að við þurfum að finna “hinn eina sanna” svo við getum verið hamingjusöm til æviloka. Einnig heyrum við um “brjáluðu kattarkonuna” sem býr ein og hefur aldrei gift sig eða piparmeyjuna sem er yfirleitt höfð feit og pattaraleg í lýsingum. Þetta förum við með út í lífið sem fullorðið fólk.”

 

Það er svo sem ekkert vísindalega sannað að samfélagið líti þannig á þig ef þú ert einhleyp og ert kvenmaður. En þetta getur skaðað ímynd okkar af hinu fullkomna lífi og þess vegna eru ansi margir í hjónaböndum og samböndum sem eru ekki hamingjusöm.

 

Er hræðslan við að enda ein eða einn virkilega svona mikil?

Grein fengin af livescience.com

heilsutorg logo

 

SHARE