Hrafnhildur missti 27 kg: „Fólk dæmir miskunnarlaust eftir þyngd”

Eitt hef ég lært; fólk kemur öðruvísi fram við þá sem eru í yfirþyngd. Fólk sýnir mér mismunandi viðhorf eftir þvi hvernig ég lít út og hversu þung ég er. Ég mæti miklu opnari viðhorfum eftir að ég grenntist og aðrir sækjast meir eftir að kynnast mér en áður, þegar ég var þyngri. En ég er sama persónan í dag og ég var þá. Ég spyr sjálfa mig oft hvers vegna það er.”

 

Hlaut 3 sætið á Norðurlandamóti og kosin Tae Kwon Do kona 2013

Þetta segir Hrafnhildur Rafnsdóttir, 16 ára, aðspurð um þær breytingar sem orðið hafa á lífi hennar í kjölfar tveggja ára heilsuátaks, sem meðal annars skilaði henni þriðja sætinu á Norðurlandameistarmótinu í Tae Kwon Do fyrr á þessu ári. Hrafnhildur var einnig valin sem Tae Kwon Do kona Bjarkarinnar árið 2013 en hún hefur æft bardagalistina frá unga aldri.

 

mynd2

Hér má sjá Hrafnhildi skömmu áður en hún hóf átakið, en þyngdin var farin að há henni talsvert

Vítahringurinn byrjaði um 8 ára aldurinn og náði hámarki í gagnfræðaskóla

Hrafnhildur segir vítahringinn og baráttuna við þyngdina hafa byrjað um 8 ára aldurinn en þá tóku aukakílóin fyrst að gera vart við sig. “Þetta hófst allt um átta ára aldurinn og vatt upp á sig. Ég hef lengi æft Tai Kwon Do hjá Björkinni í Hafnarfirði, en mér gekk illa á æfingum og kveið því að keppa, því ég var í yfirþyngd og leið mjög illa á líkama og sál. Ég var þung á mér og svifasein, ég átti erfitt með andardrátt, ég komst ekki í þau föt sem mig langaði að klæðast og fleira plagaði mig en þegar ég var komin upp í áttunda bekk gagnfræðaskóla þá var komið nóg.”

 

Árangursríkt heilsuátak eldri bróður gerði útslagið

Nóg var komið og aðgerða var orðið þörf, en þó hafði Hrafnhildur ekki frumkvæði að átakinu heldur var það Þorlákur bróðir hennar, sem nú er 18 ára gamall sem reið á vaðið, tók mataræði sitt naglföstum tökum og iðkaði ræktina af kappi. Þegar nokkrir mánuðir voru liðnir af átakinu, hóf Hrafnhildur störf á veitingastaðnum Saffran og hún segir matinn þaðan hafa hjálpað henni mjög að halda í markmið sitt. “Ég er Saffran mjög þakklát og það er ótrúlegt hvað réttirnir þar hafa hjálpað mér mikið.”

 

mynd6

Fyrir og eftir árangursríkt heilsuátak: Hrafnhildur, 16 ára og Þorlákur, 19 ára bróðir hennar

 

Leið afar illa á líkama né sál; svifasein og andstutt fyrir átakið 

“Þegar ég sá hvað Þorláki bróður mínum gekk vel og hversu miklum árangri hann náði á stuttum tíma, þá ákvað ég að fara af stað líka. Mér leið ekki vel með þyngdina, hvorki andlega né líkamlega. Bróðir minn, sem var þybbinn líka þegar átakið hófst, fékk mikla hjálp, bæði frá einkaþjálfara sínum og æfingafélögum en hann æfir handbolta og fótbolta líka. Þegar ég sá hvað honum gekk vel varð ég að prófa þetta líka. Bróðir minn hefur verið fyrirmyndin mín allan þennan tíma og hann hefur stutt mjög við bakið á mér. Sem hjálpaði mér mjög mikið.”

 

mynd7

 

Vítahringur aukakílóa hófst um 8 ára aldurinn og vatt upp á sig.

 

Fyrst kom mataræðið, svo ræktin og að lokum kappátak  

Hrafnhildur fór rólega af stað og gerði áhlaup að bættum lífsstíl í nokkrum atrennum áður en hún fann taktinn. “Ég fór hægt af stað; fyrst tók ég mataræðið í gegn. Allir skyndibitar fóru, millibitar og snarlmáltíðir. Svo fór ég að setja meiri kraft í þetta; tók glútein, hveiti, salt, sykur og allan feitan mat út líka. Sælgæti fór og ég á enga nammidaga í dag. Ég fór að taka meira á meðan á TaeKwonDo æfingum stóð, enda var ég með æðislegan þjálfara og ég byrjaði líka í ræktinni. Þetta átak skilaði mér inngöngu í íslenska landsliðið í fyrra, en þá hafði mér tekist að losna við 27 kíló og var komin í virkilega gott form.”

 

 

10441159_10203172513366162_4451629527473162233_n

Svona lítur Hrafnhildur út í dag; að loknu 18 mánaða átaki og 27 kílóum seinna

Fólk dæmir náungann miskunnarlaust eftir líkamslögun og útliti

Hrafnhildur er mjög opin hvað varðar umræðuna um þyngdartapið sem og ferðalagið í átt að betra lífi og segir sögu sína í þeim eina tilgangi að mega vera öðrum hvatning og stuðningur. “Eitt af því skrýtnasta sem ég hef upplifað eru viðhorfsbreytingar annarra í minn garð. Mér var allt öðruvísi tekið í framhaldsskóla en í gagnfræðaskóla,e en ég reiknaði ekki með þessu. Ég get ekki endilega sett fingur á framkomu fólks hér áður fyrr, en þetta var kannski meira eitthvað sem maður skynjaði en eitthvað sem fólk sagði beint út. Fólk dæmir miskunnarlaust eftir þyngd og ég skynjaði meiri neikvæði frá öðrum þegar ég var þyngri. Það sýnir bara hvernig fólk er og hvað fólk er dæmandi í garð þeirra sem eru í yfirþyngd. Þetta finnst mér bara vera rugl”.

 

Jákvæðni og staðföst trú á eigin getu er lykillinn að árangri

Aðspurð hvaða ráð hún vilji láta af hendi til þeirra sem standa í sömu sporum og hún gerði fyrir tæpum tveimur árum segir hún jákvæðni vera lykilinn að árangri. “Jákvætt hugarfar er allt sem þú þarft. Ég var svolítið neikvæð í byrjun og fyrst hafði ég enga trú á sjálfri mér. En það eina sem þú þarft er að hugsa vel um þig, trúa á sjálfa þig og þú verður stöðugt að minna sjálfa þig á að þú getur náð markmiðinu. Ef þú virkilega vilt gera þetta, þá á þetta ekki að vera neitt mál.”

SHARE