Ef þú ert með Instagram appið, þá ættir þú að horfa á myndbandið hér að neðan, þar sem kvikmyndagerðar- og fjölmiðlamaðurinn Jason Silva fer á kostum í umfjöllun sinni um jákvæðar hliðar samskiptamiðilsins, sem hann segir heyra til tveggja samsíða tímaskeiða sem mynda gullfallega, seiðandi og ljúfsáran samruna.
Á þeirri stundu sem notandi af Instagram kynslóðinni svokölluðu smellir af mynd, er notandinn að upplifa raunveruleika augnabliksins og um leið að móta á leiðandi vegu hvernig hann mun minnast sömu stundar síðar meir. Sumir myndu halda því fram að við séum að svíkja núið með því að líta undan meðan augnablikið líður hjá, en Silva segir aftur á móti að í því einu að smella af sé frelsandi, magnþrunginn máttur fólginn.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.