Talandi um nándarfælni! Það sem fer á eftir hér í myndbandinu er ekki bara vandræðalegt, heldur hlægilega sársaukafullt fyrir vesalings konuna sem reyndi að grípa brúðarvöndinn!
Hefðin er sem sagt sú að brúðurin kastar brúðarvendinum í átt að brúðkaupsgestum strax að lokinni athöfn. Sú eða sá sem grípur brúðarvöndinn er næst/ur upp að altarinu. Eða svo segir þjóðsagan alla vega. Það er alltaf einhver í öllum brúðkaupum sem kastar sér fram fyrir hina veislugestina, tryllist ef einhver stendur í veginum, hrifsar brúðarvöndinn á lofti og öskrar: Ég! Ég! Ég giftist næst! Ég greip vöndinn!
Auðvitað er athöfnin ekki alltaf svona tryllingsleg (ég hef reyndar séð fyrrnefnt stönt í brúðkaupi og missti andann af undrun) en alla vega. Hér kastar brúðurin vendinum (eins og hefðin segir til um) og hvað gerist þegar vöndurinn stefnir RAKLEIÐIS á huggulegt par sem situr og horfir á? Hvað gerist þegar grunlaus konan teygir út hendurnar og reynir að grípa vöndinn?
Jú, unnusti hennar (og þetta er ömurlegt, því myndbandið er farið á FLUG á netinu) stekkur fram fyrir konuna, slær vöndinn í burtu og sýnir tilþrif í þokkabót! Parið (lukkulega) sagði í viðtali við fjölmiðla að þau hefðu „hlegið að atvikinu” og við segjum bara … JE SJÖR … (yeah, sure).
Ömurlegt! Hvað meinar maðurinn eiginlega?
https://youtu.be/rb2SF4GUQDY
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.