Eins og ég hef áður sagt ykkur og þreytist ekki á því, þá er ég algjör Samsung manneskja þegar kemur að símum. Ég bara get ekki hugsað mér neitt annað. Símarnir verða líka alltaf betri og betri og þróaðri og þróaðri.
Seinustu ár hef ég verið verið með samlokusíma og hef ekki verið með svoleiðis síma síðan um 2005 og hef ég verið með Samsung Galaxy Z Flip 4 og núna er ég með Samsung Galaxy Z Flip 5. Mér finnst svo gott að vera með samlokusíma til að geta látið hann passa vel í vasa og svo er svo þægilegt að halda á honum þegar maður er með smáar hendur eins og ég. Svo er hægt að stilla honum upp til að taka myndir því hann getur jú „setið“ sjálfur.
Nýja S-línan brýtur blað með framúrstefnulegri nýtingu gervigreindar til þess að gera ótrúlegustu hluti. Galaxy gervigreind er í bland ýmsar uppfærslur í bland við viðbætur á vélbúnaði símans.
Eitt af því sem ég nota mest í símanum mínum er hringleitin. Ég get raunverulega, haldið inni aðaltakkanum neðst á skjánum og þá kemur möguleiki upp þar sem ég get dregið hring utan um þann hlut sem mig langar vita meira um. Þannig að segjum sem svo að ég sjá einhvern á samfélagsmiðlum í geggjaðri peysu eða með æðislegan skrautmun á heimilinu, þá get ég einfaldlega dregið hring um hann og Google gefur mér allar upplýsingar sem ég þarf.
Nei ég get ekki lýst hvað þetta er þægilegt og ég er alls ekki sú tæknivæddasta og þetta skil ég og nota óspart. Mér fannst bara vert að deila þessu með ykkur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.