Hrísgrjón og nautakjöt – Uppskrift

Fyrir  4

Það tekur nokkrar mínútur að laga þennan mat- alveg frábært þegar maður kemur seint heim og tíminn er lítill!  Meðan hrísgrjónin eru að sjóða er ráð að hleypa upp á frosnum maís og grænum baunum- ef maður vill.

Efni:
1 matsk. olía
2 saxaðir vorlaukar
3/4 bolli smátt skorið nautakjöt (afgangur af steikinni!)
2 bollar soðin hvít grjón

2 þeytt egg
2 matsk. soja sósa
1 tesk. sesame olía

Aðferð:
1. Hitið olíuna í pönnu yfir meðalhita. Látið laukinn út í og eldið smástund. Bætið kjöti og grjónum út í og blandið vel.

2. Dragið það sem er á pönnunni yfir á annan helming hennar og hellið eggjunum á hinn helminginn, látið hlaupa. Þá er „eggjakakan“ hrærð svo hún fari í bita.  .

3. Öllu á pönnunni blandað saman, soja sósu hellt yfir ásamt sesame olíunni og borið fram.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here