Hrollvekjandi símtal Söndru Bullock í neyðarlínuna

Þann 8. júní árið 2014 hringdi leikkonan Sandra Bullock í mikilli hræðslu á neyðarlínuna um miðja nótt.

Það hefur einhver brotist inn í húsið mitt. Ég er að fela mig inn í skáp. Ég er með öryggishurð á svefnherberginu mínu og ég er búin að læsa henni, og ég er búin að læsa skápnum.

Þegar innbrotið átti sér stað var leikkonan ein heima en sonur hennar var í næturpössun. Sandra vaknaði upp við mikinn hávaða en síðan heyrði hún að einhver var kominn inn í húsið hennar.

Sandra hringdi á lögregluna sem kom stuttu síðar og handtók innbrotsþjófinn sem var hinn 39 ára gamli Joshua Corbett. Joshua var með í fórum sér tveggja blaðsíðna bréf til leikkonunnar ásamt svartri dagbók með forsíðum af tímaritum sem Sandra Bullock prýddi.

Þegar hann var handtekinn sagði hann að honum þætti þetta leiðinlegt og að hann elskaði hana.

Sandra Bullock er með öryggismyndavélar utan á húsinu sínu og þegar þær voru skoðaðar kom í ljós að Joshua hafði setið um leikkonuna í þrjá daga áður en hann var handtekinn.

í réttarsal á fimmtudaginn var upptakan af símtali Söndru í neyðarlínuna spiluð en Joshua neitar alfarið sök. Lögreglan fann mikið magn af ólöglegum vopnum heima hjá Joshua eftir innbrotið en hann neitar einnig því.

https://www.youtube.com/watch?v=7KQcaBDF4zc&ps=docs

Sjá einnig: Brotist inn til Söndru Bullock meðan hún var heima

SHARE