Ég hef stundum komið inn á hvað hrós er mikilvægt, það að hrósa öðrum og kunna að taka á móti hrósi. En ekki búast of mikið við hrósi því það getur alltaf verið einhver „stífla“ til staðar, t.d afbrýðisemi.
Þú þarft ekki endilega að halda að það séu bara óvinir sem geta orðið afbrýðisamir, heldur eru þetta einstaklingar sem vilja vera í þínum sporum en vita ekki hvernig þeir eiga að koma orðum að eða hvað þeir þurfa að gera til að ná sambærilegum árangri. Eflaust geta þetta verið þeir einstaklingar sem flokkast undir það að vera bestu vinir þinir. Þeir vilja vera á þeim stað sem þú ert á. Misjöfn viðbrögð geta þó átt sér stað, einhverjum finnst það alveg nauðsynlegt að gagnrýna þig eða gjörðir þínar á meðan aðrir myndu kannski reyna að stela senunni eða fanga athyglina með einhverjum öðrum hætti um leið og færi gefst.
Það er ekki hegðun annara sem raskar ró þinni, heldur eigin viðbrögð við þeirri hegðun.
Gott að muna eftir þessari gullnu setningu “til hamingju” eða “ég samgleðst þér innilega¨. Æfingin skapar meistarann.
Gleðilegt nýtt ár. Förum inn í nýtt ár, stolt af sjálfum okkur og öðrum.
Höfundur: Björk Varðardóttir.
Stöðvarstjóri World Class Kringlunni.