Hvert fara börnin í hryllingsmyndunum þegar þau eru ekki upptekin við að hræða fólk? Hvað gera hryllilegu börnin á daginn? Ganga þau í leikskóla? Hvað finnst þeim gaman að gera? Ætli einhver sjái um þessi börn? Sinni þörfum þeirra? Gæli við þau? Lesi fyrir þau sögur?
Börnunum í hryllingsmyndunum er sinnt! Þau ganga í leikskóla, snæða hádegisverð, hitta jafningja sína og njóta örvunar. Það er í það minnsta inntakið í bráðfyndnum skets í anda Hrekkajvökunnar sem snillingarnir að baki College Humor vilja meina.
Hryllingsleikskólinn verður opinn á Hrekkjavöku!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.