Húðágræðslan – brandari.

Hjón lentu í slysi með þeim afleiðingum að eiginmaður brenndist illa í framan.
Læknirinn tilkynnti honum að ekki væri hægt að taka húð af honum sjálfum þar sem að hann væri of grannur.
Svo að eiginkonan bauð sig fram. Það kom hinsvegar í ljós að eini staðurinn sem heppilegt var að fjarlægja húð af henni var af rasskinnunum.
Hjónin ákváðu að segja engum frá hvaðan húðin kæmi og óskuðu eftir að læknirinn myndi gera það sama, Þetta væri jú viðkvæmt mál.
Eftir aðgerðina dáðust allir að andliti mannsins, Hann var myndarlegri en nokkru sinni fyrr. Vinir og ættingjar töluðu endalaust um barnslegt andlit hans. Einn dag var hann einn með eiginkonu sinni og yfirkominn af þakklæti fyrir fórn hennar.
“Elskan, mig langar bara að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Hvernig get ég mögulega sýnt þér það,” sagði hann klökkur við eiginkonu sína.
“Elskan mín”, svaraði konan. “Mér er fullþakkað í hvert sinn sem ég sé mömmu þína kyssa þig á kinnarnar!!”

 

 

SHARE