Hugmyndaflug með trékúlum – Myndir

Ómeðhöndlaður viður gefur hlýju og hefur tvímælalaust mikinn sjarma eins og sést á myndunum hér að neðan. Kúluformið er eitt af frumformunum og hægt að leika sér með það á óteljandi máta. Trékúlur fást með gati í flestum föndurverslunum þá er hægt að þræða þær upp á spotta, mér finnst fallegt að nota hör. Okkur dóttur minni finnst rosalega gaman að föndra saman og við höfum einmitt tekið okkur til og kúluvætt heimilið.

Eina sem þarf til verksins eru trékúlur, grófur hörspotti og gleði, gleði, gleði.

SHARE