
Ef þið eruð að leita að sniðugum lausnum í barnaherbergið þá gætu þessar hugmyndir komið ykkur að gagni. Ekki er alltaf nauðsynlegt að leggja út í mikinn kostnað þegar kemur að breytingum á heimilinu. Litríkt veggfóður á einn vegg getur gert kraftaverk. Svo er um að gera að vera nýtinn, t.d. er hægt að breyta gömlum kössum í fínustu hillur, sauma tjald úr efnisbútum osfrv. Barnaherbergi eiga að vera skemmtileg og þess vegna er tilvalið að koma fyrir rólu í hurðaropinu eða klifurgrind. Fyrir litla listamenn er hægt að mála vegg eða part úr vegg með krítarmálingu svo þau geti teiknað á vegginn.
Góða skemmtun.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.