Það þarf að huga að mörgu þegar maður ætlar að hafa skrifstofu/læriaðstöðu heima hjá sér. Skipulag er þar efst á lista en það þarf líka að vera þægilegt og mann á helst að langa að setjast niður og vinna. Oftar en ekki endar maður á eldhúsborðinu með bækur og blöð út um allt. Þess vegna er gott að taka smá tíma í að huga að skrifstofunni sinni því maður vinnur betur við góðar aðstæður. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir fyrir vinnuplássið.
String hillurnar nýtast vel sem skrifborð
Góð birta er mikilvæg
Sniðugt er að hafa moodboard hjá sér til að fá innblástur
Límmiðar sem hægt er að kríta á hjálpa manni með skipulagið
Plöntur lífga upp á hvað sem er
Góð ruslatunna er nauðsynleg
Góður stóll sem styður við bakið er nauðsynlegur fyrir langa vinnutíma. Eames
Ferm living skipulagshólf, fæst í Hrím
Töff stóll frá IKEA
Skemmtilegir post-it miðar frá HAY, fæst í Epal