Mottur breyta ásýnd rýmis þegar kemur að innanhússkipulagi og þær má nota á ýmsan máta. Litríkar mottur poppa upp ljós rými og gera lítil rými áhugaverðari. Þegar um stærri rými er að ræða geta þær myndað litla eyjaklasa og skipt íverustaðnum upp í smærri einingar. Klassískt er að setja mottu undir sófaborð en líka er hægt að púsla ólíkum mottum saman til að mynda eina heild. Mottur eru líka hljóðeinangrandi, gefa hlýju og setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að því að gera huggulegt heima hjá sér.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.