Ljósmyndarinn Michael Stokes tók sér fyrir hendur heldur áhugavert verkefni. Hann ákvað að mynda fyrrverandi hermenn sem misst höfðu útlim á þeim tíma sem þeir þjónuðu landi sínu. Michael myndaði hermennina bæði með og án gerviútlims og sýnir þessa sterku menn í nýju ljósi. Konurnar sem tóku þátt í verkefni Michaels, voru þó ekki viljugar til að láta mynda sig eins klæðalitlar og mennirnir, en voru þó þátttakendur í verkefninu. Undir hvaða kringumstæðum sem er, ber að dást að hverjum þeim sem stendur sterkur eftir að hafa misst útlim.
Sjá einnig: Þorir þú að vera fatlaður? – Hjólastólasprettur og hjólastólahandbolti
Áberandi sönnun krafts Össurar: Eflaust eru margir ævinlega þakklátir íslenska fyrirtækisins.
Heimildir: Dailymail
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.