Súludansmeyjan, bloggarinn og baráttukonan Ashley Wright lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna í móðurhlutverkinu. Þannig talar hún gjarna fyrir mikilvægi tengslamyndunar móður og barna og sést hér troða upp undir laginu The Circle of Life með nýfædda dóttur sína í burðarpoka á bakinu.
Áður en dansinn hófst gætti Ashley þó vel að því að tryggja stöðu Shannon, dóttur sinnar, í bakpokanum og vafði meðal annars höfuð dóttur sinnar svo hún héldi fullu jafnvægi. Reyndar er súlan svo hvorki ný fyrir Ashley né Shannon litlu, því móðirin æfði súlufimi gegnum meginþorra meðgöngunnar – en hér má sjá þær mæðgur á súlunni:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.