Hugsanir sem skemma fyrir okkur – 10 atriði

Paula Davis-Laack skrifaði áhugaverða grein á Huffington post um stress, kvíða og hvaða hlutir gætu valdið. Hún taldi í lokin upp nokkur atriði sem hafa áhrif á líðan okkar. Við könnumst líklega flest við að hugsa þessar hugsanir og þær geta gert okkur lífið leitt. Ef maður hugsar svona kemst maður síður áfram og líður jafnvel illa.

1. Hvað mun þeim finnast um mig?

2. Ég verð að vera góð/ur (eiginkona, eiginmaður, mamma,pabbi,dóttir,yfirmaður osfrv.)

3. Ég verð að afkasta meiru

4. Ég þarf að vera fullkomin.

5. Ég er ekki nógu góð/ur eða klár (eða grönn, eða massaður eða nógu vel klædd osfrv.)

6. Ég get séð um þetta allt sjálf/ur

7. Ég læt eins og allt sé í lagi

8. Ég set aðra í fyrsta sæti og hef áhyggjur af mér seinna.

9. Ég þarf að þóknast fólki svo öllum líki vel við mig.

10. Fólk má ekki halda að ég sé lin/linur persónuleiki.

SHARE