Hún á 9 mánuði ólifaða og biður eiginmann sinn um nokkuð óhugsandi

Færsla manns sem á konu sem er með banvænt krabbamein, hefur vakið mikla athygli á Reddit, en maðurinn leitaði ráða þar inni. Konan hans og lífsförunautur greindist með krabbamein og þegar þau fóru að ræða málin bað hún hann um nokkuð óhugsandi.

Færsla mannsins:

„Ég treysti mér ekki til að koma fram undir nafni en ég verð að fá að tjá mig um þetta og hef engan til að tala um þetta við.“

Hann heldur svo áfram og segir að konan hans hafi verið greind með krabbamein og eigi 9 mánuði eftir ólifaða.

„Auðvitað er ég eyðilagður. Við höfum verið saman í áratug og ég man ekki hvernig lífið var án hennar og ég veit ekki hvað ég á að gera þegar hún er farin. Ég hef gert mitt besta til að láta henni líða vel á sínum seinustu dögum og verða við öllum þeim óskum sem ég get.

Þetta var samt ekki búið því ennþá átti þetta eftir að verða verra: „Nýlega fékk hún mig til að setjast niður með sér og sagði mér að það væri bara eitt sem hún vildi í viðbót og það væri að stunda kynlíf með sínum fyrrverandi. Ég leit auðvitað á hana í forundran og spurði hann af hverju í fjandanum hún vildi það. Þá sagði hún mér að þau hefðu náð hvað best saman líkamlega og hann fullnægt henni best.“

Maðurinn heldur áfram: „Hún hélt áfram og hélt heillanga ræðu um að stundum sé kynlíf bara líkamlegt og hvað kynlífið með mér væri tilfinningalega fullnægjandi, en þetta voru bara afsakanir.“

Maðurinn segir svo að hann sé að berjast við siðferðislegar ákvarðanir í þessu öllu: „Svo ég þarf að ákveða hvort ég neiti deyjandi konu minni um þetta, útaf mínu eigin egó-i, eða að leyfa henni að fara að rí** öðrum manni sem henni finnst betri en ég í rúminu.

Ég er í heiðarleika sagt svo pirraður og svikinn yfir því að hún spurði mig að þessu til að byrja með. Mér líður eins og ég sé neyddur í þá stöðu að segja já af því hún er að deyja. Ég veit hvað mig langar að segja en ég veit ekki hvort það er rétt. Það særir mig að kynlífið með fyrrverandi hafi verið það gott að hún þurfi að „fá það“ einu sinni enn áður en hún deyr. Ég hata bara allt við þetta.“

Fólk hefur auðvitað ekki sparað ráðleggingarnar á Reddit og einn skrifaði:

„Þú átt þetta ekki skilið. Mér myndi ekki líka það ef maki minn myndi biðja mig um þetta. Hræðilega minning til að sitja uppi með eftir andlátið. Ég er ekki einu sinni viss um að ég gæti verið með maka mínum ef hann bæði mig um þetta, eigandi nokkra mánuði eftir ólifaða.“

Annar skrifaði:

„Nei ég myndi ekki samþykkja þetta. Hún er væntanlega á miklum verkjalyfjum er það ekki? Við höfum öll heyrt fólk segja og gera hluti sem það myndi, undir venjulegum kringumstæðum, ekki gera, þegar það er á ákveðnum lyfjum. En ég myndi alltaf segja nei.“


Hvað finnst ykkur lesendur góðir? Hvernig mynduð þið bregðast við í svona aðstæðum?

SHARE