Sarah Bryan kemur frá Yorkshire. Hún er 26 ára, tveggja barna móðir og snyrtifræðingur. Og hefur hún gífurlegan áhuga á að búa til fatnað úr hvers kyns sætindum. Í fyrra bjó hún til dæmis til kjól úr 14.000 kúlum af Skittles, sem var svo sýndur á Ripley´s Believe It or Not safninu í Flórída.
Sjá einnig: ÓTRÚLEGT! Úr hvaða efni er þessi kjóll eiginlega? – Myndir
Kjóllinn kostaði tæplega 32 þúsund krónur í framleiðslu. Sarah notaði heil 9 kíló af kökuskrauti og eyddi 30 klukkutímum í að líma herlegheitin saman.
Sjá einnig: Þú trúir ALDREI hvað þessi kjóll kostar!
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.