Sniðug íslensk hugvitskona tók sig til á dögunum og gjörsamlega umbreytti pallinum á nýja húsinu sínu . Hér eru myndir af breytingunni.
Þetta gerði hún:
Hún fékk palla og dýnur gefins á netinu. Hún skar dýnurnar niður og saumaði utan um þær sjálf, málaði pallinn hvítan og palletturnar. Setti lítil dekk undir borðið svo hægt væri að færa það auðveldlega.
Púðarnir eru gamlir og hún tók þá horn í horn og saumaði skrautstein á. Yin yang púðarnir eru úr afgöngum af gömlu flísefni sem hún fann og nýtti innvolsið úr öðrum gömlum púða. Allt skraut eru ýmist gjafir frá vinum eða keypt í “second hand”mörkuðum. Meira að segja gardínubandið er úr gömlu hálsmeni sem hún fékk frá vinkonu sinni.
Hún bjó svo eldiviðsfötuna til úr pappakassa og gömlu strigaveggfóðri sem hafði verið rifið af vegg í húsinu.
Kamínan er af markaði og undir henni er blómapottur á hvolfi til að verja pallinn.
Jurtabeðið bjó hún til úr palli af minni gerðinni, notaði plötur úr vegg sem hún hafði rifið áður, plastið var utan af einni dýnunni sem hún hafði fengið gefins.
Eini peningurinn sem hún eyddi í þetta var ný hvít málning og þessir smámunir sem hún hafði keypt á flóamörkuðum.
Þetta er kósý draumur á 7000kr.
Ég er ævintýragjörn, rauðhærð þriggja barna úthverfamamma, Kundalini jógakennari, ráðgjafi og heilari, er með fótboltaþjálfara- og dómararéttindi, hef starfað sem leikfimikennari og læknaritari og hitt og þetta. Ég er líka söngkona af lífi og sál. Með óslökkvandi lífsþorsta og forvitin um það sem lífið hefur upp á að bjóða.
Það er alltaf einhver leið úr öllum flækjum lífsins.
Satnam.