„Hún elskar að sjá hann þjást“

Ben Affleck (45) er að reyna að koma sér í form og það er engin önnur en hans fyrrverandi, Jennifer Garner (46), sem er að hjálpa honum að æfa.

Jen hefur samþykkt að hjálpa honum að létta sig því börnin þeirra voru farin að lýsa yfir áhyggjum af heilsu hans,

 

sagði heimildarmaður RadarOnline og segir einnig að Jennifer hafi aldrei verið í betra formi.

Jen er stælt! Hún æfir í 3 klukkustundir á dag fyrir nýju myndina sem hún er að fara að leika í, sem heitir Peppermint.

 

Jen lætur Ben gera brennsluæfingar, lyftingar og fleiri æfingar svo hann brenni fitu og byggir upp vöðvamassa.

Hún er meira að segja búin að setja hann á afeitrunar mataræði, en hann drekkur „smoothie“ úr grænmeti og ávöxtum. Einnig borðar mikið af próteini eins og kjúkling og fisk,

segir heimildarmaðurinn og bætir við að Jen fái mikið útúr því að þræla honum út og sjá hann puða, en Ben hélt framhjá Jen og eyðilagði þannig hjónabandið.

 

SHARE