Hún elskar Instagram: Baywatch – hinn eilífi klassíker #tbt

Instagarm er svo krúttlegur og lítill vefur. Fullur af alls kyns vitleysu og partýleikjum sem suma má hverja má endurtaka í hverri einustu viku. Fimmtudagar falla undir þann hóp. Hefurðu t.a.m. rekist á litla #tbt merkið?

Veistu hvað það merkir? Í raun stendur #TBT fyrir orðunum “Throw Back Thursday” sem á íslenskri og óþjálli merkingu mætti útleggja sem “Löngu Liðnir Fimmtudagar” og myndirnar sem merktar eru með þessum hætti hafa yfirleitt á sér nostalgískan blæ. Vel er þekkt að stjörnurnar nýta fimmtudagana óspart til að birta gamlar myndir frá barnæsku, sýna foreldra sína á yngri árum og svona mætti lengi telja.

Allt milli himins og jarðar getur fallið undir hið alræmda #tbt merki – svo fremri atburðurinn sé liðinn og gott betur en það, tískan sé svo rækilega gengin í hring að myndbirtingin þyki “doldið töff” svo slett sé hæfilega.

Af þeirri einföldu ástæðu að nú er fimmtudagur, að sumarið er komið og sólin skín hátt á lofti þykir okkur því tilvalið að rifja upp gamla og góða takta, taka fram strandvarðarskýluna og leita uppi stjörnum prýddar myndir af björgunarfólkinu sem hljóp berfætt eftir ströndinni á árum áður í rauðum klæðum og heillaði heimsbyggðina upp úr skóm og jökkum.

Þau lifa enn, gott fólk og eru í fullu fjöri:

 

HÚN er á Instagram, smelltu á hnappinn:

Instagram

SHARE