Hann er bara venjulegur strákur með fjörugt ímyndunarafl og fáránlegan húmor. Og hann er elskaður, dáður og eltur á röndum af stjörnum Hollywood, fólki um allan heim og hefur komið fram í útvarpi, sjónvarpi og blaðaviðtölum.
Instagram notandinn @waverider_ er óþreytandi í viðleitni sinni til að laða fram bros og hlátur, ræðst að fáránleika útlitsdýrkunnar með vægast sagt undarlegum uppátækjum og hlær mest að eigin vitleysu sjálfur.
Og honum er alveg sama um gagnrýnisraddir, bætir í ef eitthvað er þegar á móti blæs og hefur tekið fyrir nokkrar af fegurstu konum heims. Leigir hárkollur, vefur sér inn í klósettpappír, bjó til samkvæmiskjól úr Nutella fyrir skömmu og hefur skoðanir á flestu því sem viðkemur tísku, hönnun og fegurð.
Líttu á myndirnar hér að neðan til að skoða fáránleg uppátæki @waverider_
Hún er á Instagram; smelltu á:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.